Skip to main content

Vakin er athygli á málþingi um manntalið 1703 sem haldið verður í húsakynnum Hagstofu Íslands hinn 15. nóvember næstkomandi. Hagstofa Íslands, Félag um 18. aldar fræði, Sagnfræðingafélag Íslands, sagnfræðiskor Háskóla Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands standa að þinginu sem haldið er til að minnast 300 ára afmælis manntalsins.
Meðal fyrirlesara er hinn kunni breski fræðimaður John Hajnal sem mun flytja erindi, The 1703 Icelandic Census in Perspective. Auk hans flytja bæði erlendir og íslenskir fræðimenn erindi á þinginu. Þingið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Ólöfu Garðarsdóttur olof.gardarsdottir@hagstofa.is