Skip to main content


Haustfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands er rétt rúmlega hálfnuð, fjórir fyrirlestrar af sjö hafa þegar verið haldnir. Fyrirlestrarnir hafa verið vel sóttir og áhugaverðir. Fyrir þau sem misstu af fyrirlestrunum, eða vilja kynna sér efni þeirra betur bendum við á að upptökur af þeim er að finna á Youtube-rás félagsins. Er það vel þess virði að haka við áskrift á þeirri rás til að fá tilkynningar þegar nýjar upptökur birtast þar.