Skip to main content

Nokkrar breytingar urðu á stjórn Sagnfræðingafélags Íslands á aðalfundi félagsins síðastliðið fimmtudagskvöld.

Sverrir Jakobsson varaformaður og Íris Gyða Guðbjargardóttir, ritari og skjalavörður, hurfu úr stjórn. Þeim eru báðum þökkuð góð störf fyrir félagið. Ragnhildur Anna Kjartansdóttir gjaldkeri gaf kost á sér til endurkjörs.

Í stað þeirra Írisar Gyðu og Sverris voru kosin í stjórn Arnór Gunnar Gunnarsson og Ása Ester Sigurðardóttir.

Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn. Því er enn ár eftir af stjórnarsetu Markúsar Þórhallssonar formanns, Brynjólfs Þórs Guðmundssonar, ritstjóra fréttabréfs, Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur vefstjóra og Kristbjörns Helga Björnssonar meðstjórnanda.

Sólveig Ólafsdóttir og Sumarliði Ísleifsson voru endurkjörin endurskoðendur reikninga en í stað Írisar Gyðu og Sverris voru kosnir sem fulltrúar í landsnefnd íslenskra sagnfræðinga Markús Þórhallsson og Pontus Järvstad.

Hluti fundarmanna.