Skip to main content

Næstkomandi þriðjudag, þann 12. febrúar, verður 9. fyrirlestur vetrarins í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands en á vormisseri er yfirskrift fyrirlestraraðarinnar Hvað er sögulegur skáldskapur?
Að þessu sinni flytur Dagný Kristjánsdóttir prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands erindið „Saga handa börnum“.
Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan 12:05
Abstract:
Höfum við ekki öll lesið sögulegar skáldsögur fyrir börn og unglinga? Ef til vill kviknaði áhugi okkar á sögu fyrst við lestur slíkra bóka. Þær tilheyra sérstakri bókmenntagrein innan barna- og unglingabóka og skilja sig frá fullorðinsbókum á sama flókna hátt og þær. Í fyrirlestrinum verður fjallað um einkenni þessara sagna og efnistök, blómaskeið og kuldatímabil bókmenntagreinarinnar og framtíðarmöguleika hennar.
 
Fyrir hönd Sagnfræðingafélags Íslands,
Vilhelm Vilhelmsson