Skip to main content

Málþing um stjórnarmyndanir verður haldið föstudaginn 4. maí á milli klukkan 12:00 og 13:30 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Þingið er haldið á vegum Sagnfræðingafélags Íslands, Stofnunar um stjórnsýslu og stjórnmál og Morgunblaðsins.
Dagskrá:

  • Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur: Þingræði og myndun ríkisstjórna, 1944-1959.
  • Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur: Stjórnarandstöðumyndunarviðræður, 1971-1995.
  • Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur: Hverju breyttu kosningar?
  • Agnes Bragadóttir blaðamaður: Stjórnarmyndunarkostir í kjölfar kosninga.

Fundarstjóri verður Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.