Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2020, bókmenntaverðlauna kvenna voru kynntar 3. desember 2019. Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis.
Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur
Jakobína: Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur
Listin að vefa eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur
Dómnefnd skipuðu Dalrún J. Eygerðardóttir, Sóley Björk Guðmundsdóttir og Þórunn Blöndal. Tilgangur Fjöruverðlaunanna er að stuðla að aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöfundastétt til dáða. Einnig eru veitt verðlaun í flokki fagurbókmennta og flokki barna- og unglingabókmennta.