Skip to main content

Félag íslenskra bókaútgefenda veitir Íslensku bókmenntaverðlaunin í janúar ár hvert. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:
Jón Viðar Jónsson
Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 – 1965
Útgefandi: Skrudda
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi
Útgefandi: Vaka-Helgafell
Páll Baldvin Baldvinsson
Síldarárin 1867-1969
Útgefandi: JPV útgáfa
Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir
Jakobína – saga skálds og konu
Útgefandi: Mál og menning
Unnur Birna Karlsdóttir
Öræfahjörðin – Saga hreindýra á Íslandi
Útgefandi: Sögufélag
Dómnefnd í flokki fræðibóka og rita almenns efnis skipuðu: Árni Sigurðsson, Kolbrún Elfa Sigurðardóttir og Knútur Hafsteinsson sem er formaður nefndar.