Skip to main content

Þriðjudaginn 29. janúar flytur Kristín Huld Sigurðardóttir fornleifafræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands. Kristín ræðir um vernd fornleifa og viðhorf Íslendinga til minja. Fyrirlesturinn ber heitið Það er engum för til fjár að brjóta haug.

Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.