Skip to main content

Laugardaginn 1. október nk. mun Sagnfræðingafélag Íslands fagna 40 ára afmæli sínu. Af því tilefni mun félagið standa fyrir málþingi í Öskju náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, nánar tiltekið í stofu 132, undir yfirskriftinni: Hvað er (mis)notkun sögunnar?
 
Fyrirlesarar verða:
Íris Ellenberger
Guðni Th. Jóhannesson
Lára Magnúsardóttir
Guðmundur Hálfdanarson
 
Dagskráin hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.30.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimilaður meðan húsrými leyfir
 
Síðan vill stjórn félagsins bjóða öllum félagsmönnum til afmælisfagnaðar og að þiggja léttar veitingar milli kl. 17.00 og kl. 19.00 í húsakynnum Reykjavíkur-Akademíunnar,  JL-húsinu, Hringbraut 121.