Skip to main content

Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands lýsir yfir ánægju með vilja alþingismanna til að auka sögukennslu og að útbúið verði fjölbreyttara námsefni, heimildasöfn og myndefni til slíkrar kennslu. Aukinn námstími og námsefni í sögu á öllum skólastigum væri mikið fagnaðarefni. Þannig mætti auka almenna söguþekkingu og -vitund. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að auka stuðning og styrki til útgáfu hvers kyns námsefnis á öllum skólastigum en að sama skapi er mjög áríðandi að hlúð sé að rannsóknum á fortíðinni, þar sem mjög mikilvægt er að námsefni í sögu sé á hverjum tíma byggt á nýjustu rannsóknum í sagnfræði.
Stjórn Sagnfræðingafélag Íslands fagnar þeirri viðleitni að hlúa að sagnfræðirannsóknum og miðlun og hvetur til þess að allar hugmyndir sem miða að því, komist sem fyrst í framkvæmd.