Skip to main content

Þriðjudaginn 20. mars stendur Sagnfræðingafélagið ásamt Sögufélagi og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands fyrir minningarþingi um Björn Þorsteinsson sagnfræðing í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli hans. Þingið fer fram í fyrirlestrasal 023 í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, kl. 16:30-18:30. Fundarstjóri verður Kristín Svava Tómasdóttir, formaður Sagnfræðingafélagsins.
Dagskrá
Þingsetning: Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögufélags
Kveðja frá Vigdísi Finnbogadóttur
Helgi Skúli Kjartansson: Eigi einhamur. Æviatriði Björns Þorsteinssonar
Sveinbjörn Rafnsson: Björn Þorsteinsson, íslenskur sagnfræðingur á 20. öld
Helgi Þorláksson: Félagsmálatröllið Björn Þorsteinsson
Guðmundur J. Guðmundsson: Í slóð Björns Þorsteinssonar
Hlé kl. 17:20 í 20 mínútur. Léttar veitingar
Björn Pálsson: Fræðari og félagi
Þórunn Valdimarsdóttir: Bjössi besta Buna
Ávarp: Valgerður Björnsdóttir
Ávarp: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Styrkveiting úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar. Valgerður Björnsdóttir afhendir styrkinn
Þingslit: Anna Agnarsdóttir f.h. Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands