Skip to main content

Hinn árlegi bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldinn miðvikudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í húsakynnum Sögufélags í Fischersundi. Eftirfarandi bækur, sem komu út árið 2007, verða teknar til umfjöllunar:

  • Silfur hafsins – gull Íslands: síldarsaga Íslendinga: margir höfundar.
    Framsögumaður: Guðmundur Jónsson sagnfræðingur

  • Kristín Jónsdóttir, „Hlustaðu á þína innri rödd“. Kvennaframboð í Reykjavík og Kvennalisti 1982-1987
    Framsögumaður: Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur

  • Friðrik G. Olgeirsson, Snert hörpu mína : ævisaga Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi
    Framsögumaður: Gunnþórunn Guðmundsdóttir bókmenntafræðingur

Áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í umræðum. Hver framsögumaður talar í 10 til 15 mínútur og svo taka við almennar umræður. Léttar veitingar verða að venju á boðstólum á vægu verði. Hlökkum til að sjá sem allra flesta.