Skip to main content

Þriðjudaginn 25. september heldur hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, „Hvað er Evrópa“, áfram. Magnús Árni Magnússon, evrópufræðingur, spyr í erindi sínu Erum við þá Rómverjar núna?
Í fyrirlestri Magnúsar verður fjallað um grunnspurninguna Hvað er Evrópa?, út frá tengslum við táknmyndir fortíðar og spurningunni um hvaða máli þær kunna að skipta í stjórnmálum samtímans.
Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.