Skip to main content

Á stjórnarfundi félagsins fyrr í vikunni var ákveðið hvaða efni verða tekin fyrir í hádegisfyrirlestraröðum næsta vetrar. Tvo efni voru valin: Hvað er kynjasaga? og Hvað eru lög?
Miklar umræður urðu um hádegisfyrirlestraröðina á Gammabrekku og er vonast til að það skili sér í fjölda spennandi tillagna um erindi. Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við formann félagsins, Val Frey Steinarsson, og taka fram titil erindis og umfjöllunarefni þess.