Skip to main content

Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur er látin, 92 ára að aldri.

Sigríður var frumkvöðull á sviði kvennasögu á Íslandi. Hún hóf rannsóknir á því sviði snemma á áttunda áratug síðustu aldar og árið 1982 hóf hún kennslu fyrstu námskeiðanna í kvennasögu við Háskóla Íslands. Sigríður rannsakaði meðal annars atvinnuþátttöku kvenna 1890 – 1914 og skrifaði sögu Kvenréttindafélags Íslands sem gefin var út undir heitinu Veröld sem ég vil.

Á löngum ferli sinnti Sigríður ýmsum trúnaðarstörfum. Hún var í stjórnum Kvenna­sögu­safns­, Sögufélags, Minja og sögu og Styrkt­ar­sjóðs Stofn­un­ar Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur. Hún var útnefnd heiðursfélagi í Sögufélagi árið 2008 og var hún fyrsta konan í þá rúmlega hundrað ára sögu félagsins til að hljóta þann heiður. Árið 2001 var bókin Kvennaslóðir gefin út Sigríði til heiðurs. Í hana skrifuðu 39 kvensagnfræðingar greinar.

Sigríður fæddist í Reykjavík 16. mars 1930. Hún og Hjalti Geir Kristjánsson, eiginmaður hennar sem fallinn er frá, eignuðust fjögur börn; þau Ragnhildi, Kristján, Erlend og Jóhönnu Vigdísi.