Skip to main content

Sagnfræðingafélag Íslands og Fróði – félag sagnfræðinema efna til fyrsta fyrirlestrarkvölds vetrarins. Þar flytja ungir sagnfræðingar og sagnfræðinemar erindi um allt milli himins og jarðar sem allir eiga það þó sameiginlegt að tengjast sagnfræðinni á einn eða annan hátt. Dagskráin hefst klukkan átta föstudagskvöldið 30. september og verður haldin í Gym & tonic salnum á Kex Hostel í Reykjavík.

Staðfestir fyrirlesarar:

Gauti Páll Jónsson: „Tímarit á 21.öld”

Unnur Helga Vífilsdóttir: „Úr kompunni heima í Baðstofuna: Fjarnám, heimsfaraldur og áhrif þeirra á virkni sagnfræðinga í fræðaheiminum”

Jón Kristinn Einarsson: „Frá ritgerð til bókar”

Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir: „Nám utan náms : iðkun sagnfræðinnar á knæpum og öðrum annarlegum stöðum”

Allt áhugafólk um sögu velkomið.