Skip to main content

Fjölmenni var á sameiginlegum fundi Sagnfræðingafélags Íslands og Fróða – félags sagnfræðinema föstudagskvöldið 30. september sem bar heitið Unga fólkið og sagan.

Gauti Páll Jónsson flutti erindið „Tímarit á 21.öld” þar sem hann fjallaði um ritstjórn og útgáfu tímaritsins Skák sem ekki hafði komið út í tíu ár. Meðal þess sem hann ræddi var aðgengi að heimildum þegar skráning þeirra færist á vefsíður sem lifa mislengi.

Unnur Helga Vífilsdóttir flutti erindið „Úr kompunni heima í Baðstofuna: Fjarnám, heimsfaraldur og áhrif þeirra á virkni sagnfræðinga í fræðaheiminum”. Hún fjallaði meðal annars um fjarnám og staðnám í heimsfaraldri og virkni sagnfræðinema í félagslífi, námi og fræðum.

Jón Kristinn Einarsson flutti erindið „Frá ritgerð til bókar: um söguleg skrif í námi og á almennum vettvangi”. Þar ræddi hann um útgáfu bókar sinnar um Jón Steingrímsson og Skaftárelda frá því að rannsaka söguna í námi til þess að færa ritgerðina í bókarform fyrir almenning.

Líflegar umræður sköpuðust eftir erindin.