Skip to main content

Bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldinn í nýjum húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar að Þórunnartúni 2 (áður Skúlatúni 2) í Reykjavík fimmtudagskvöldið 19. febrúar kl. 20:00-22:00. Á fundinum verður sjónum fyrst beint að ævisögum og hvaða ólíku tökum sagnaritarar geta tekið viðfangsefni sín. Síðan mun sagan snúast um Reykjavík í öllu sínu veldi, borgina sem var og borgina sem hefði getað orðið. Með þetta í huga verður fjallað um eftirtalin rit:
Gísli Pálsson, Hans Jónatan. Maðurinn sem stal sjálfum sér
Helga Guðrún Johnson, Saga þeirra, sagan mín. Katrín Stella Briem
Eggert Þór Bernharðsson, Sveitin í sálinni. Búskapur í Reykjavík og myndun borgar
Anna Dröfn Ágústsdóttir og Guðni Valberg, Reykjavík sem ekki varð
Allir eru velkomnir. Aðgangur ókeypis.
Staðsetningu ReykjavíkurAkademíunnar má sjá hér:
http://ja.is/kort/?q=Reykjav%C3%ADkurAkadem%C3%ADan%2C%20%C3%9E%C3%B3runnart%C3%BAni%202&x=358360&y=407950&z=8&type=map