Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur er látin, 92 ára að aldri. Sigríður var frumkvöðull á sviði kvennasögu á Íslandi. Hún hóf rannsóknir á því sviði snemma á áttunda áratug síðustu aldar…
Íslenska söguþingið 2022 einkenndist af mikilli fjölbreytni. Yfir hundrað fyrirlestrar voru fluttir í rúmlega 30 málstofum og á stökum viðburðum. Hinsegin saga, skjalasöfn, stríð, trúarbrögð, stjórnmál, athafnakonur og fjölmargt fleira…
Nærri 25 árum upp á dag eftir að fyrsta Íslenska söguþingið var haldið í lok maí 1997 er fimmta söguþingið hafið. Sverrir Jakobsson, formaður þingstjórnar, ávarpaði þinggesti og setti þingið…
Fjallað var um þrjú nýleg sagnfræðirit á bókakvöldi Sagnfræðingafélags Íslands, Sögufélags og Reykjavíkur Akademíunnar 3. maí. Líflegar og skemmtilegar umræður urðu um bækurnar þrjár og umfjöllunarefni þeirra. Benný Sif Ísleifsdóttir…
Langþráð uppskeruhátíð sagnfræðinga verður haldin í húsakynnum Háskóla Íslands í Stakkahlíð dagana 19. til 21. maí. Þá verður Íslenska söguþingið haldið í fimmta sinn. Líkt og á fyrri söguþingum verður…
Eins og fram hefur komið voru tíundi og ellefti heiðursfélagi Sagnfræðingafélags Íslands í 50 ára sögu félagsins kjörnir á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Anna Agnarsdóttir og Helgi Þorláksson hlutu…
Markús Þórhallsson, formaður Sagnfræðingafélags Íslands, flutti skýrslu stjórnar á aðalfundi félagsins 17. mars 2022. Hér má lesa hana í heild sinni. Kæru gestir Sagnfræðingafélag Íslands fagnaði þeim áfanga á yfirstandandi…
Nokkrar breytingar urðu á stjórn Sagnfræðingafélags Íslands á aðalfundi félagsins síðastliðið fimmtudagskvöld. Sverrir Jakobsson varaformaður og Íris Gyða Guðbjargardóttir, ritari og skjalavörður, hurfu úr stjórn. Þeim eru báðum þökkuð góð…